Bebras áskorunin - Ísland

 
 

Velkomin

Bebras áskorunin 2021 fer fram vikuna 8. - 12. nóvember


Allir skólar með nemendur á aldrinum  6 - 18 ára geta tekið þátt

Bebras áskorunin kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa krefjandi og skemmitleg verkefni. Það kostar ekkert að taka þátt og eru allir skólar hvattir til að vera með. Verkefnið er keyrt samhliða í flestum löndum í byrjun nóvember ár hvert.

Ísland hefur tekið þátt í Bebras áskoruninni með góðum árangri frá árinu 2015

Ár Fjöldi skóla Fjöldi nemenda
2021 24 2.102
2020 35 2.503
2019 48 2.353
2018 24 1.357
2017 24 2.045
2016 18 1.780
2015 14 475


Vekjum athygli á að þetta er tilvalið tækifæri til að leyfa nemendum að glíma við skemmtileg verkefni.  Áskorunin fer fram á vefnum og geta nemendur tekið þátt hvort sem þeir eru í skólanum eða heima.

Hvernig fer Bebras áskorunin fram?
Allir taka þátt í sömu vikunni. Áskorunin virkar í helstu vöfrum og á spjaldtölvum.
Spurningarnar eru miðaðar við aldur og eru aldurshópar sex: 6-7, 8-9, 10-11, 12-13, 14-15 og 16-18+ ára. Þegar nemendur eru stofnaðir í kerfinu þarf að ákveða hvaða aldurshópi þau tilheyra.
Eina sem þarf að gera er að skrá skólann að hausti í gegnum www.bebras.is/admin og í framhaldi að stofna aðgang fyrir þá nemendur sem ætla að taka þátt. Ferlið er einfalt og tekur ekki langan tíma.

Ský er í forsvari fyrir Bebras á Íslandi og hægt að fá nánari upplýsingar í gegnum sky@sky.is