Upplýsingar um persónuvernd

 

Hvaða gögnum er safnað og hvers vegna:
Þátttakendur eru skráðir í kerfið af kennara eða umsjónarmanni skólans. Eftirfarandi upplýsingar eru skráðar: Nafn, Kyn, Bekkur og Þyngdarstig. Nafn er notað á viðurkenningarskjöl til útprentunar. Kyn er fyrir tölfræði um áskorunina og tryggja að verkefni henti öllum kynjum. Kyn þarf ekki að fylla út en er æskilegt. Bekkur er til að auðvelda röðun og dreifingu á viðurkenningarskjölum. Þyngdarstig er til að nemandi fái spurningar sem hæfa hans aldri.  Skráning á umsjónarmönnum skóla er á nafn og er netfang viðkomandi geymt sem tengiliðaupplýsingar fyrir skólann.

Með hverjum er gögnum deilt:
Áskoruninn er á netinu og er hýst hjá tölvufyrirtæki sem er NEN7510: 2017 og ISO27001: 2013 vottað og öryggi vel skipulagt. Gögnin eru geymd í gagnaveri þeirra í Amsterdam í Hollandi og engin gögn geymd í skýinu. Kennarar geta valið að taka ljósmyndir af nemendum sem taka þátt í áskoruninni og sent þær til okkar undir þeim reglum sem viðkomandi skóli fer eftir.  Myndirnar gætu verið notaðar í umfjöllun um áskorunina.

Er gögnunum eytt?
Gögn um þátttakendur í Bebras áskoruninni eru geymd í allt að tíu mánuði. Eftir það er öllum upplýsingum um þátttakendur eytt. Svörin sem eru gefin út niður á skóla, skólaár og kyn eru gerð ópersónugreinanleg. Þú getur hvenær sem er óskað eftir þeim upplýsingum sem vistaðar eru um þig. Hafðu samband við sky@sky.is ef þú vilt láta eyða gögnunum um þig innan tíu mánaða (þá getur þú ekki skráð þig inn í áskorunina) og gögnunum verður eytt innan mánaðar. Upplýsingar um umsjónarmenn eru geymdar milli ára til að hægt sé að láta viðkomandi skóla vita um næstu áskorun og annað sem tengist henni.  Hægt er að óska eftir því að eyða upplýsingum um umsjónarmenn hvenær sem er með því senda póst á sky@sky.is.

Leitast er við að fara eftir nýjustu lögum og reglum um Persónuvernd á hverjum tíma.